9.11.08

Hversu lengi enn ?


Hversu lengi enn ætlar þjóðin að púkka undir rassgatið á þessum asna?

Amma mín heitin sagði stundum um fólk eins og hann að þeir væru góðir asnar en asnar samt. Vildi hún með því segja að þótt menn væru asnar gerði það í raun ekkert til því það bitnaði ekki á neinum nema þeim sjálfum.

Asnaskapur Björns Bjarnasonar bitnar minnst á honum sjálfum en mest á þjóðinni sem ekki hefur enn losað sig við hann.

Á meðan svo er hlýtur spurningin að vera; "Hversu lengi enn?".

Lesið endilega þetta stórundarlega spjall tveggja fréttamanna við ráðherrann fyrrta.

20.9.08

Gotta go, gotta gotta go!




Fræbbblarnir sungu, fyrir margt löngu, texta hvar fyrirsögnin að þessum pistli kom fyrir.

Þetta voru orð í tíma töluð og eiga enn betur við í dag séu þau heimfærð á hinn reiða ráðherra dómsmála....

He has got to go, eða; "Gotta go, gotta gotta go" og það ekki seinna en strax.

2.8.08

Litla gula hænan !




Muna ekki allir eftir sögunni um litlu gulu hænuna?

Upptalningin var skondin; "kötturinn sagði "ekki ég", hundurinn sagði "ekki ég"....osfr.

Nú bætist Dvergurinn Eyrnastór á listann þegar hann segir "ekki ég, ekki ég" um nær öll mál sem hann snuddast í og klúðrar.

Er ekki bráðum komið nóg af þessum skussa?

16.7.08

Dvergurinn Eyrnastór III: With a Vengeance

Björn Bjarnason, sá treggáfaði dugnaðarforkur sem sjálfstæðisflokkurinn hefur burðast með eins og blóðsugu síðustu áratugi, hefur nú loksins afhjúpað opinberlega heimsku sína og illgirni. Hann fer mikinn á heimasíðu sinni, að venju, og beinir nú skítasmúlnum að Jóhannesi Jónssyni, kenndum við Bónus, og Árna karlinum Johnsen, misstígum hagsmunapotara frá Vestmannaeyjum og flokksbróður ráðherrans stórhuga.

Hryðjuverkamaður númer eitt, og dragbítur allra ríkisstjórna sem láta yfir sig ganga að hafa þetta skoffín innanborðs, hefur nú, í viðbót við öll þau heimskupör og afglöp sem hann hefur þegar á sinni afrekaskrá, gerst sekur um lygar og það engar smá.

"Die Hard-arinn" er af þeirri kynslóð valdníðinga sem treystir því jafnan að lýðurinn sé heimskur og gleyminn, að skammtímaminni almennings dugi vart milli kosninga. Nú heldur hann því fram að hvorki hann né "ass-kisserinn" hans, Haraldur ofursonur ríkislögreglustjóri, hafi talað fyrir vopnuðu liði á Íslandi. Þó veit hver sem vita vill að þessir tveir kumpánar eru þeir einu sem hafa þvaðrað um vopnaða lögreglu nokkurntíma. (Hér mætti minnast þess þegar þeir tveir lokuðu landamærum Íslands án samráðs við nokkurn mann og bara af því þeir hafa bitið í sig óþol gegn nokkrum strák vitleysingum sem eiga mótórhjól og eru illa að sér í mannlegum samskiptum. Betra að styggja ekki jafn geðtæpa menn og þá fóstbræður, sjálfstæði þjóðarinnar stendur ekki einu sinni í vegi fyrir þeim!)

Við höldum úti 55 manna vopnaðri sérsveit, Víkingasveit, sem heyrir beint undir ofursoninn og hann aftur beint undir þann trega og til samanburðar þá eru 70 menn í víkingasveit Finna, milljónasamfélagsins sem við berum okkur svo oft saman við.

Þegar menn klúðra og skemma er kannski hægt að fyrirgefa út í eitt og víst eigum við öll að ástunda umburðarlyndi en þegar kjörnir embættismenn eru farnir að ljúga til að fegra sjálfa sig og skíta á aðra er mál til komið að svefnsamfélagið vakni af blundinum og reki þessa asna burt, og já, með vopnavaldi ef annað dugar ekki til !!!

smellið endilega á myndina til að sjá með eigin augum það sem ráðherrann lýgur um....

Dvergurinn Eyrnastór II: Die Harder

Dvergurinn Eyrnastór hefur ekki sagt sitt síðasta, svo mikið er víst.

Á meðan Bananalýðveldinu er stjórnað af siðblindu og spilltu fólki er engin von til þess að afglapar verði þvingaðir til afsagnar fyrir klúður sín.

Víða í hinum siðmenntaða heimi er talið eðlilegt og sjálfsagt að stjórnmálamenn axli ábyrgð á verkum sínum en hér hjá okkur má skíta endalaust án þess að þurfa nokkurntíma að skeina eða sturta niður.

Og á meðan hleðst úrgangurinn upp í hauga sem kaffæra dyggðuga menn og drengi góða.


Lesið: ÞETTA

Mun stærra mál....

Það alvarlegasta við atburði liðinna sólarhringa, og það sem ríkisborgarar þessa lands standa allt í einu frammi fyrir, er sú ógnvekjandi staðreynd að tveir menn, ráðherra með biksvarta afrekaskrá og fýr sem allt í einu var orðinn æðsti yfirmaður allra lögreglumála flestum að óvörum og í óþökk margra, skuli geta misbeitt valdi með þeim hætti sem þeir gerðu og enginn hreyfir mótmælum. Enginn rís upp og bendir á að þessir tveir menn ákváðu sín á milli að loka landinu fyrir tilteknu fólki af því einu að það tilheyrir félagi sem hefur á sér miður gott orð í heimalandinu. Og vegna þess að einstaklingar í nefndu félagi hafa gerst sekir um glæpi þá mætti "ætla" að þessir fyrrgreindu einstaklingar "myndu hugsanlega" fremja glæpi á Íslandi, væri þeim hleypt inn í landið. !!!!

Ísland er ekki lögregluríki, að minnsta kosti ekki talið vera það, en lögregluaðgerðum eins og þeim sem þjóðin hefur orðið vitni að undanfarið, svipar sannarlega um margt til þeirra sem kenndar eru við fasisma og þekktar eru í ríkjum þar sem lögregla og her hafa rænt völdum.

Ráðherrann vildi fjölga óhóflega í sinni vopnuðu sveit en andstæðingar hans á þingi komu í veg fyrir það. Menn gerðu góðlátlegt grín að fyrringu ráðherrans og áhuga hans á B-mynda seríunni "Die Hard" án þess kannski að kryfja til mergjar hvað lá raunverulega að baki. Nú hefur ráðherrann fellt grímuna og með dyggum stuðningi hins metnaðargjarna "ríkis"-lögreglustjóra, hefur hann fótum troðið í einum vetvangi þann mannréttinda og einstaklingsfrelsis grunn sem lýðveldið Ísland er byggt á.

Ekki svo að skilja að við þessu hafi ekki mátt búast úr þessum ranni eftir svívirðingarnar sem friðsamir mótmælendur mannréttindabrota, Falun Gong samtökin, máttu þola fyrir nokkrum misserum. En að loka landamærum ríkisins og lýsa yfir neyðarástandi vegna heimsóknar nokkurra vélhjólaeigenda hljóta að teljast með ólíkindum yfirdrifin viðbrögð.

Tuttugu manna sveit sérþjálfaðra lögreglumanna, vopnaðra, gerði árás á aðsetur véljólaklúbbs í höfuðborginni og tveir strákar voru handteknir. Þeim var sleppt skömmu síðar enda hafði hins vaska sveit varla erindi sem erfiði þó eitthvert "lítilræði fíkniefna" hafi fundist á staðnum og einhver "vopn". Skömmu síðar eru sjö tugir lögreglumanna mættir suður í Leifsstöð og ráðherrann búinn að tilkynna aðildarríkjum Schengen samkomulagsins um lokun landamæra Íslenska ríkisins. Eins og hendi væri veifað gátu tveir menn, annar kjörinn - hinn skipaður, hrifsað öll völd í landinu og enginn stóð í vegi fyrir þeim. Ef stjórnarskráin gefur einstaklingum í þeirra stöðu vald til aðgerða, slíkra sem þessara af litlu eða engu tilefni, þá á endurskoðun þess mæta plaggs að hafa algeran forgang á hinu háa Alþingi. Kafla VII, 65.gr. mætti þá e.t.v. staðfesta og gera hærra undir höfði en tvímenningarnir gera nú. Ef við höfum flotið sofandi að þeim feigðarósi að hægt sé að framkvæma valdarán í landinu í skjóli embætta og með móðursýkina eina til rökstuðnings verðum við að vakna af blundinum og koma böndum á ræningjana.

Eða viljum við að börnin okkar alist upp í ríki þar sem fólk er handtekið fyrir "hugsanlega" glæpi eða fyrir að tilheyra samtökum sem ekki hafa hlotið náð ráðherranns og ofurlögreglustjórans ???


Frekari fróðleikur úr ýmsum áttum:
Skorrdal
vigfuz
svanson
málefnin
"ríkis"löggan
"ríkis"löggan 2
"ríkis"löggan 3
Falun Gong
Falun Gong 2
Stjórnarskráin

Æ æ !

Nú gerðu þeir í skóna sína, Dvergurinn Eyrnastór og Ofursonurinn Löggimann. Hvernig dettur þessum steinaldarmönnum í hug að árið 2007 geti þeir sent tuttugu manna sérþjálfaða vopnasveit heim til manns sem ekki er (þennan tiltekna dag) grunaður um glæp, bara til að gera hjá honum húsleit og enginn muni segja neitt við því? Hvar er nú krafan um réttindi einstaklingsins og friðhelgi heimilisins? Og svo þverbrjóta þessir fyrirmyndarmenn í beinu framhaldi alla milliríkjasáttmála um vegabréfalaus landamæri, láta loka hliðunum í Leifstöð og handtaka alla sem þar fara um og hafa einhverntíma átt mótórhjól.

Einelti tekur á sig ýmsar myndir og er alltaf ógeðfellt. En þegar kjörnir embættismenn og skipaðir attaníossar þeirra fara slíku offari sem nú, gegn einum einstaklingi og vinum hans, hljóta að vakna spurningar um tilgang þeirra og meiningar.

Eða er öllum frjálsum mönnum í þessu landi kannski bara skítsama af því búið er að þylja nógu oft í eyru okkar að mótórhjólamenn séu glæpamenn, allir með tölu!!!!

Talandi um fordóma....


Svo veit ég ekki betur en að hann Jón Trausti hafi verið nokkurnveginn til friðs undanfarið.....